Baskaverkefnið er styrkt af
Creative Europe, sjóði á vegum Evrópusambandsins

Verkefnið mun miða að því að koma á fót varanlegri sýningu Baskaseturs sem mun miðla sameiginlegum menningararfi þessara tveggja smáþjóða, Baska og Íslendinga, halda utan um og umbreyta í fjölþjóðlega og nýstárlega menningar- og rannsóknartengda starfsemi og verkstæði sem byggja á þessum menningararfi í þeim tilgangi að minnast sameiginlegrar sögu Íslendinga og hvalveiðimanna frá Baskalandi, auk starfsemi sem tengist sjálfbærnimálum tengdum hafinu og litlum afskekktum samfélögum sem byggðu afkomu sína á fiskveiðum.

Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru fjórar þekktar menningarstofnanir í baskneskum menningar- og rannsóknatengdum geirum á Íslandi, Spáni og Frakklandi. Allir samstarfsaðilar eru fyrsta flokks á sínu sérfræðisviði og starfsmenn samstarfsstofnana sem taka þátt hafa allir margra ára reynslu í hönnun og innleiðingu nýsköpunar á menningarsviðinu, þjálfun, menntun og stjórnun innlendra og alþjóðlegra samstarfsverkefna og menningarrannsókna.

Creative_Europe

Tengdir samstarfsaðilar

Auk þessara samstarfsaðila að Baskaverkefninu eru fjórir tengdir samstarfsaðilar sem munu ekki aðeins styðja við framkvæmd mismunandi verkefna með sérþekkingu sinni á þróun og sköpun menningarþjónustu, nýsköpunar og menntunar, heldur hjálpa til við að tryggja að grunnurinn að verkefninu sé til staðar (húsnæði og búnaður) og að útkoman verði aðgengileg markhópum og áhorfendum eftir að verkefninu lýkur. Þessir aðilar munu ennfremur hjálpa til við að tryggja sjálfbærni í afrakstri verkefna.

Scroll to Top